persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.
Virðulegur forseti. Ég þakka formanni velferðarnefndar, hv. þm. Halldóru Mogensen, fyrir hennar ábendingar og spurningar. Hv. þingmaður dró þá ályktun að ég væri ekki sérstakur sérfræðingur í persónuverndarlögum og ég er ánægður með að geta viðurkennt það hér.
Mér er samt kunnugt um að 6. gr. hafi verið unnin í mjög nánu samstarfi við umboðsmann skuldara, að þetta séu upplýsingar sem hann telur sig þurfa að geta aflað til að geta sinnt lagabundnum skyldum sínum, í öðrum lögum skulum við segja, varðandi samskipti og úrræði í tengslum við skuldsetta einstaklinga. Ég hef svo sem ekki ítarlegri svör fyrir þingmanninn við þessu. Ég hvet nefndina, af því að málið fer til hv. velferðarnefndar, til að kalla til umboðsmann skuldara og fara betur yfir þessi mál í heild sinni. Þá getur nefndin vonandi fengið skýrari mynd á hlutina.