149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:00]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við getum verið ósammála um það, ég og hv. þingmaður — og það er svo sem ekkert óþekkt hér í þinginu að menn séu ósammála um túlkun — að efinn hafi verið meiri. Það sem stóð upp úr í allri þeirri umræðu að mínu mati, og get ég talað þar fyrir hönd meiri hlutans, var sú almenna skoðun hversu mikilvægt væri að fara í vegaframkvæmdir.

Ef ekki væri önnur lausn á borðinu en að gera það með þessum hætti væru menn sáttir við það, þó að vissulega bíði menn eftir útfærslunni: Hvað kostar þetta? Hver er framkvæmdahraðinn? Hvað þýðir þetta fyrir mig?

Virðulegi forseti. Já, ég hef lengi legið yfir þessum málum og tjáð mig um þau. Það er í mínum huga alveg ljóst, og það var engin tilviljun þegar ég setti vinnuna í gang í samgönguráðuneytinu árið 2017, (Forseti hringir.) hvert við yrðum að stefna ef við ætluðum (Forseti hringir.) að ná þeim árangri sem þjóðin kallar eftir. Við verðum að bregðast við því kalli.