149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:01]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni fyrir fína yfirferð yfir álit meiri hlutans. Ég er með tvennt sem mig langar til að hefja aðkomu mína á að umræðunni í dag og spyrja hv. þingmann um. Hvort tveggja tengist veggjöldum.

Svolítið hefur verið rætt um umferð ferðamanna í ferðaþjónustunni, að ferðamenn beri stóran hluta af þessum veggjöldum. Það er ekki óviðbúið. Nú hafa aðilar tengdir ferðaþjónustunni brugðist við og eru komnir fram með sínar skoðanir á þessum málum.

Í ljósi ákveðinna erfiðleika sem við höfum verið að glíma við undanfarin ár, ég nefni bílastæðagjöld á Þingvöllum og aðra staði þar sem okkur hefur ekki tekist að rukka bílaleigubíla, þ.e. að láta ferðamenn standa skil á sínum hluta af kostnaðinum í gegnum gjöldin, langar mig að (Forseti hringir.) spyrja hv. þingmann: Telur hann ekki mikilvægt að við fáum raunverulega úrlausn þessara mála, að það sé nákvæmlega frágengið hvað við ætlum að gera? Menn tala um að hátt í 40% kostnaðar verði greiddur af ferðaþjónustunni. Verðum við ekki að hafa það tryggt? Og því tengt langar mig að spyrja: Hvaða skoðun hefur hv. þingmaður á því, sem hefur mikla þekkingu á málum: Kemur það veggjald (Forseti hringir.) sem ferðaþjónustan greiðir, í staðinn (Forseti hringir.) fyrir á margáætluð gjöld á ferðaþjónustuna?