149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:04]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka svarið og bendi á að í þessu samhengi er ekki endilega gott að vísa í Hvalfjarðargöng sem dæmi vegna þess að uppi eru hugmyndir um allt annars konar gjaldtöku eða aðrar gjaldtökuleiðir.

Mig langar í seinna andsvari að fara yfir í borgarlínuna, vegna þess að nú liggur fyrir, og kemur fram í áliti meiri hlutans, að tilteknar framkvæmdir við stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu eru hluti af uppbyggingu við borgarlínu. Menn þurfa að hafa það í huga.

Ég spyr hv. þingmann: Er það þá þannig að þessi uppbygging stofnleiða sem fjármagna á með veggjöldum verður framlag ríkisins í borgarlínuframkvæmdir?