149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:38]
Horfa

Frsm. minni hluta um.- og samgn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgönguráðherra kærlega fyrir orðin, því að engri spurningu var beint til mín. Ég get ekki tekið undir að það sé jákvætt að svelt samgönguáætlun sé fullfjármögnuð. Það er einmitt það sem við stöndum frammi fyrir, ekki er sett nægt fé til að tryggja öryggi landsmanna á vegum úti, hvorki landsmanna né ferðamanna, vegfarenda.

Vandinn er að ríkisstjórnin stærir sig af því að samgönguáætlun sé fullfjármögnuð en hún sýnir okkur algerlega svelt kerfi. Þið eruð að brjóta niður innviðina okkar, samgöngukerfið okkar, vegina okkar, þannig að við erum í hættu þegar við erum á vegum úti.

Það kostar okkur, hæstv. ráðherra, (Forseti hringir.) 40–60 milljarða á ári að taka þá pólitísku ákvörðun að svelta innviðina.