149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:44]
Horfa

Frsm. minni hluta um.- og samgn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir fyrirspurnina. Hvar ætlum við að finna fjármunina? Eins og sú sem hér stendur kom inn á í ræðu sinni og lesa má í áliti minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar eru lagðar til ýmsar leiðir til fjármögnunar.

Við erum að tala um 13 milljarða á ári á fimm ára tímabili. Hvar getum við fundið þá fjármuni?

Við getum t.d. ákveðið að hætta við lækkun veiðigjalda á útgerðir. (VilÁ: Átti það ekki að borga …?) — Átti? Það var ekki samþykkt. Var það samþykkt? Nei. Það var nefnilega samþykkt að lækka veiðigjöld. Ríkisstjórnin og meiri hluti þingmanna í salnum ákváðu að lækka veiðigjöld um 3 milljarða á ári. Ríkisstjórnin og meiri hluti þingmanna, stjórnarþingmenn, (Forseti hringir.) ákváðu að lækka bankaskattinn um 7 milljarða á ári. (Forseti hringir.) Þarna erum við komin (Forseti hringir.) í 10 milljarða á ári, hv. þingmaður.

Við erum að tala um að umferðarslys (Forseti hringir.) muni heldur betur borga þetta upp þó að við gerðum ekkert annað á tíu árum. (Forseti hringir.)

Ég verð að fá að klára svarið í seinna andsvari.