149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:53]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður hefur farið yfir nefndarálit minni hluta og farið víða. Stundum finnst mér eins og hv. þingmaður gleymi því að til grundvallar allri umræðunni eru tillögur til þingsályktunar sem voru lagðar fram í haust og eru býsna ítarlegar. Þar er m.a. rætt að nefnd fjalli nú um gjaldtöku af umferð á vegum, bæði almenna gjaldtöku og sértæka af einstökum mannvirkjum. Því átta ég mig ekki á því hvað er skyndilegt við umræðu um gjaldtöku í samgöngum í umfjöllun hv. umhverfis- og samgöngunefndar.

Hins vegar langar mig að ítreka þá spurningu sem hæstv. sveitarstjórnar- og samgönguráðherra bar fram áðan: Er hv. þingmaður sammála því sem borgarstjóri hefur (Forseti hringir.) lagt fram í umræðum um að nýta einhvers konar (Forseti hringir.) borgargjöld til að breyta hegðun á vegum borgarinnar?