149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:56]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur svarið en ítreka enn spurninguna um borgargjöld á vegum sveitarfélaga til að stýra umferð.

Mig langar að snúa mér að almenningssamgöngum og ætla að byrja á því að spyrja hvort ég hafi tekið rétt eftir því að hv. þingmaður hafi nefnt að flug væri hluti af almenningssamgöngum. Í því sambandi spyr ég: Hvað telur þingmaðurinn að sé ásættanlegur tími fyrir íbúa landsins til að sækja ýmsa þjónustu sem eðli málsins vegna verður aldrei í boði utan höfuðborgarsvæðisins?