149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að minnast á umsagnirnar sem voru sendar inn, en framsögumaður svaraði ekki spurningum mínum um það hvað hægt væri að lesa úr þeim, eða hvaða mark væri hægt að taka á þeim. Hérna er vefsíðan sem ég bjó til. Þar eru tveir hnappar og þar stendur: Ég andmæli áformum um veggjöld eða: Ég styð áform um veggjöld. Þá opnast tölvupóstur þar sem hægt er að fylla meira inn. Þar fyrir neðan eru mjög nánar útskýringar og texti úr minnisblaði nefndarinnar, nákvæmar útskýringar á því um hvað málið snýst.

Til kynningar á þessu voru skrifaðar greinar í Morgunblaðið, dreift á fjölmarga hópa á fésbók, frjálshyggjuhópinn m.a. Það var engin hlutdrægni varðandi það hvernig leiðbeiningum um það hvernig fólk gæti sent inn umsagnir var dreift. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið, hv. þingmaður. Það sést mjög vel á umferðartraffíkinni (Forseti hringir.) að seinni greinin í Morgunblaðinu var sú sem skilaði inn flestum umsögnum. Mér þætti því vænt um að hv. þingmaður (Forseti hringir.) færi yfir það af hverju ekki er hægt að taka mark á þessum umsögnum.