149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:22]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að viðurkenna að þetta orðalag, „að taka ekki mark á“, er óheppilegt. Ég bið hv. þingmann afsökunar á því. En það breytir því ekki að erfitt er að draga ályktanir af umsögnum þúsund manns sem hafa þær forsendur en engar þeirra sem ég get sett fram sjálfur, engar röksemdir aðrar en þær sem eru á þessu minnisblaði — fyrir utan það að við þurfum þá að tryggja að allir lesi þetta minnisblað og við skulum ganga út frá því að allir hafi gert það. Ég er alveg sannfærður um að þessar umsagnir hafa ekki breytt neinu um það hvert ákallið er um þessa flýtingu né þessa lausn.