149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[17:04]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann svipaðrar spurningar og ég spurði hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur sem skrifar einnig undir nefndarálit minni hlutans. Hvernig leggja þau raunverulega til að 13 milljarðar á ári næstu fjögur til fimm árin verði fjármagnaðir? Hvar ætla þau að fá þá fjármuni? Sjáum við í alvörunni hér nefndarálit minni hlutans þar sem eru engar konkret tillögur um hvernig eigi að bregðast við fjármögnun á tillögum um hvernig megi efla samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eingöngu?