149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[17:07]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skildi orð hv. þingmanns rétt er í lagi þar sem hún er í minni hluta að leggja fram tillögur sem ganga ekki alveg upp eða eru ekki útfærðar. Það verður þá svo að vera. (HFK: Hlusta. )

Þá langar mig að spyrja út í eftirfarandi setningu úr minnihlutaálitinu, með leyfi forseta:

„Ekki verður annað séð en ríkisstjórnin sé viljandi að setja öryggislega nauðsynlegar vegaframkvæmdir aftar í samgönguáætlun til þess að geta síðan flýtt þeim með veggjöldum.“

Því spyr ég: Hvaða framkvæmdir settum við framar öðrum? Hvaða framkvæmdir hér eru á undan öryggislega nauðsynlegum vegaframkvæmdum?