149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[17:10]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði hugsað mér að spyrja á svipuðum nótum og hv. þingmaður sem var í andsvari næst á undan og vil því spyrja: Kom einhver gestur fyrir nefndina með þá tillögu að færa einhverja tiltekna framkvæmd sem er á áætluninni aftur fyrir, lengra fram í tímann, eftir því hvað við meinum? Eru einhverjar framkvæmdir að mati hv. þingmanns sem ekki uppfylla markmiðið um að það sé verið að mæta öryggissjónarmiðum?