149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[17:14]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið og spurninguna. Ég tek undir að við þurfum bara að halda áfram að vera ósammála um hina nálgunina en best væri þó að við ynnum þetta áfram. Til þess erum við kosin, að sinna þessu verkefni.

Varðandi það hvort ég liti á almenningssamgöngukerfið sem eina heild … (LínS: Allt samgöngukerfið.) Já, fyrirgefðu, samgöngukerfið sem eina heild, það geri ég sannarlega. Það breytir því ekki að menn hafa mismunandi ábyrgð á því að láta það virka. Það koma inn sveitarfélög, það kemur inn ríkið, það er fjármagnað á mismunandi hátt, eftir mismunandi samningum, ef hv. þingmaður er að leita eftir því hvernig ég lít á fjármögnunina. Það er alveg ljóst hvar ábyrgð ríkisins liggur í samgöngumálum, t.d. uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og samgöngumálum almennt þar þó svo að borgaryfirvöld sé sterk og hafi til þessa að borgað brúsann í mun hærra hlutfalli en ýmsir myndu segja að væri sanngjarnt. En sannarlega er það ein heild og þess vegna er mikilvægt að við vöndum vel til verka og reynum að ná samstöðu um þessi mál.