Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[17:41]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Bergþóri Ólasyni fyrir ágæta framsögu þar sem hann fór vítt og breitt yfir sýn sína á málið.

Hv. þingmaður talar um að við séum að opna á umræðu um veggjöld og það sé óútfært, eins og hefur komið fram. Sæi hv. þingmaður fyrir sér að sú opnun gæti falist í einhvers konar blandaðri fjármögnun í stað þess að fjármagna allar leiðirnar þrjár inn og út af höfuðborgarsvæðinu eingöngu með veggjöldum, eins og vissulega er talað um í ófullkomnu tillögunum? Er einhver af þeim hlutum sem við höfum nefnt inni í myndinni, t.d. sala ríkiseigna, minni afgangur ríkissjóðs sem á móti yrði studdur með hinum efnahagslega ábata, því hann kemur vissulega skýrt inn í bækurnar, (Forseti hringir.) eins og hv. þingmaður fór yfir, sú skuggafjármögnun? Sér hann fyrir sé að næstu vikur og mánuðir yrðu nýttir til að ræða hlutina þannig?