149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[18:13]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er öllum landsmönnum ljóst að ef það á að fara að setja vegskatt, vegtolla eins og verið er að leggja til í þessu nefndaráliti, þarf umræðu um það. Allir landsmenn vilja geta tekið þátt í þeirri umræðu. Allir aðilarnir sem sendu inn umsagnir við þetta vissu ekkert hvernig þessi útfærsla hjá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar var. Þeir vissu bara ekkert um það, vissu ekkert um endanlegar útfærslur. Minni hlutinn vissi það ekki heldur þannig að þetta er bara klassísk frekjupólitík í anda hv. þm. Jóns Gunnarssonar sem situr hérna í salnum. Þetta gerðist líka á síðasta eða þarsíðasta kjörtímabili, þá var hann formaður atvinnuveganefndar, fær þingsályktunartillögu um virkjunarkosti, einn kost, breytingu, og treður fullt af öðrum inn í þingsályktunartillöguna. Það er kannski hægt að segja að það sé sama þingsályktunartillagan en hann treður bara nýjum virkjunarkostum inn í.

Í þessu tilfelli fær hann samgönguáætlun og treður algjörlega nýjum útfærslum á gjaldheimtu, sköttum eða gjöldum á landsmenn inn í (Forseti hringir.) sína meirihlutatillögu sem á síðan að fara hérna í gegn. Þetta er klassísk frekjukallapólitík hjá Jóni Gunnarssyni.