149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[20:57]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara í rifrildi við um hv. þingmann um hvað sé ítarlegt og hvað ekki. Mér fannst þetta prýðilegt álit.

Hann virtist vera búinn að gefa sér hvað ég segði vegna þess að hann svarar út í hött. Ég hef ekki sagt að ég sé endilega andsnúinn því að skoða hugmyndir sem lúta að því að greiða styrki til fólks með flugi. Ég sagði hins vegar að það þyrfti að leggjast yfir það og reikna. Það er ekki hægt að leggja það á borð fyrir okkur svona eins og hv. þingmaður gerir, að það sé búið að reikna það út. Það fer væntanlega allt eftir því hvað eru margir í bílnum. (NTF: Var ég búinn að gera þér þetta upp? Þessa skoðun?)

Við erum opin fyrir ýmsu í þessu. Það sem ég sagði í upphafi ræðunnar og ætla bara að halda mig við í lok þessa andsvars er að ég er hér að ræða um fjármögnun eða skort á fjármögnun og æðibunuganginn í stjórnarliðum sem virðast ætla að kasta út í loftið einhverjum hugmyndum án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um hvernig á að fjármagna þær. (NTF: Þú ert ekkert að svara spurningunni.)