149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[21:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Nú hef ég ekki setið á öllum þessum fundum umhverfis- og samgöngunefndar en eins og ég skil þetta er a.m.k. ekki búið að fjármagna með öruggu fjármagni allt það sem ráðast á í. Verið er að vísa sumu inn í framtíðina með væntingum um óljósa gjaldtöku. Er það ekki rétt, hv. þingmaður? (Gripið fram í: Jú.)

Ja, nú er sá sem hér talar í töluverðum vanda vegna þess að öðrum megin við mig stendur hv. stjórnarþingmaður sem hristir hausinn og hinum megin stjórnarandstöðuþingmaður sem kinkar kolli. Nú er kannski best að þær útkljái þetta á fundi á morgun. [Hlátur í þingsal.]

En þetta eru þær upplýsingar sem ég hef. Ég spyr þá: Af hverju er verið að vísa einhverjum gjaldtökuhugmyndum upp í ráðuneyti fram á vorið ef búið er að finna peninga í þetta allt saman?