149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[21:05]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Loga Einarssyni svarið.

Í haust var samgönguáætlun lögð fyrir Alþingi með forgangsröðun Vegagerðar, samgönguráðs og ráðherra málaflokksins. Ekki hefur verið lögð fram nein formleg breytingartillaga við hana, nema sem varðar minni háttar frávik vegna stöðu í framkvæmdum hjá Vegagerðinni.

Hins vegar hefur verið fjallað um að fjármagn vanti til að breyta forgangsröðuninni. Ef tekst að útfæra ýmsar hugmyndir um aukið fjármagn til framkvæmda verði mögulegt að breyta forgangsröðun.

Eins langar mig að spyrja: Hv. þingmaður lét að því liggja að ekki væri samstarf um borgarlínu og engu fjármagni yrði varið til borgarlínu. Eru fjárveitingar til gatnamóta við Bústaðaveg, bætts umferðarflæðis, umferðarstýringar, öryggisaðgerða á höfuðborgarsvæðinu, algerlega ótengdar borgarlínu? Ég bara spyr.