149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[21:07]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það liggur hreinlega fyrir að mörgum af brýnustu verkefnunum er vísað inn í framtíðina. Hægt er að nefna verkefnin Arnarnesveg, Reykjanesbraut, Vesturlandsveg. Svo er ekki stafur um það með hvaða hætti eigi að koma nógu myndarlega að almenningssamgöngum á öllu landinu, en líka borgarlínunni, til að hægt sé að standa við þær skuldbindingar sem við þurfum að gera, bæði í loftslagsmálum en einnig til að hér sé bara lífvænlegt.

Ég ítreka á lokasekúndunum að almenningssamgöngur eru kjaramál, þær snúast um að við getum öll búið hér án þess að þurfa að notast við einkabílinn. Það er eitt brýnasta verkefnið. Við stöndum frammi fyrir því og við skulum sameinast um að finna peninga í það.