149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[21:10]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Af því sem hv. þingmaður segir leiðir: Er þá ekki bara réttast að leggja af bensín- og olíugjöldin strax? Án þess að ég sé að leggja það til. En það hlýtur að falla að hugmyndafræði hv. þingmanns. En það er aukaatriði. Ég er bara að velta hugmyndafræðinni fyrir mér.

Hitt sneri að borgarlínunni. Ég held að við hv. þingmaður séum hjartanlega sammála um mikilvægi hennar og við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma henni á. Ég játa það að ég hef skilið það þannig að verkefni séu þar tengd og heiti kannski ekki endilega öll borgarlína — en að í haust, þegar endurskoðuð samgönguáætlun komi, sé alveg sérstaklega horft til framkvæmda sem tengjast borgarlínunni.

Mig langar því að spyrja hv. þingmann: Ef það er skoðun stjórnvalda, bæði ríkisstjórnar og eins bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu, að það ætti mögulega að fara í einhverja (Forseti hringir.) sérstaka gjaldtöku, veggjöld, tafa- og mengunargjöld, hvað við köllum þau, til að byggja upp borgarlínuna strax í haust í samgönguáætluninni, hvort hv. þingmaður telji þá of skammt liðið. Því að hann talar um að upp verði að vera komnar hágæðaalmenningssamgöngur áður en við förum að leggja á veggjöld.