149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[22:55]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð nú að játa að ég náði ekki alveg að fylgja röksemdafærslu hv. þingmanns en tel þó að það sem hann átti við sé að vegna þess að það væru engin afsláttargjöld til þeirra sem væru stórnotendur á bensíni og olíu væri það ekki sambærilegt við þá sem fengju stórnotendaafslátt af meintum veggjöldum.

Já, það kann vel að vera að þetta sé svona. En er þá þingmaðurinn að leggja til í sambandi við stórnotendur á bensíni og olíu að við reynum að finna upp eitthvert slíkt kerfi til að jafna þetta? (BLG: Það er engin sanngirni í því.) Ég kveiki ekki alveg á þeirri peru.

Það kann hins vegar að vera að ákveðin sanngirnisrök séu í því að það sé gert og þau sanngirnisrök séu síðan notuð í sambandi við veggjöldin, ef við förum út í það kerfi, sem reyndar hefur ekki verið ákveðið.

En ég er ekki alveg viss um að ég skilji hvað hv. þingmaður er að fara. Málið er samt það og það sem hefur verið rætt mjög í umræðunni er að einhverjir tilteknir aðilar myndu borga mest í veggjöldum versus að þeir þurfi ekki að borga neitt núna. En þetta er sami hópurinn.