149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

varamenn taka sæti.

[15:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá 11. þm. Suðvest., Ólafi Þór Gunnarssyni, um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá varaformanni þingflokks Flokks fólksins um að 12. þm. Suðvest., Guðmundur Ingi Kristinsson, geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag, miðvikudaginn 6. febrúar, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, Una Hildardóttir, og 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, Jónína Björk Óskarsdóttir.

Þær hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa að nýju.