149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

lengd þingfundar.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti lítur svo á að samkomulag sé um að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um. (Gripið fram í.)

Við því er hreyft andmælum. Forseti spyr hvort menn óski eftir atkvæðagreiðslu um það mál. (JÞÓ: Já, nema þingflokksformenn …)

Forseti getur upplýst að á fundi starfandi forseta með formönnum þingflokka á mánudaginn var nefnt að eftir þessu yrði leitað og var þá ekki hreyft andmælum. (Gripið fram í.) (JÞÓ: Það er aftur á móti ekki hægt að samþykkja því að Píratar … skriflegt …)

Forseti ætlar ekki að eiga samtöl um slíkt við þingmenn og spyr: Er óskað atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar? (Gripið fram í: Já.) Fer þá fram atkvæðagreiðsla um það mál og verður hringt til hennar.