149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:44]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur fyrir síðara andsvar og þakka henni sérstaklega fyrir þetta góða boð. Ég er full af áhuga á, og við í Flokki fólksins, að fá að kynna okkur þessi mál til hlítar þannig að við tökum þessu góða boði fagnandi, það er ekki nokkur spurning. Við erum tilbúin að skoða hvaðeina sem er til bóta svo framarlega sem ekki á að draga síðustu tennurnar úr fátækasta fólkinu í landinu, vegna þess að það hefur ekki enn haft tækifæri til að fara til tannlæknis, svo að það sé sagt.

En eins og ég segi: Já, kærar þakkir, hv. þingmaður, ég þigg það með þökkum og á eftir að spjalla heilmikið um það sem minni hlutinn hefur fram að færa í samgöngunefnd.