149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[18:26]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið öðru sinni. Þetta eru áhugaverð málefni og þau fara ekki frá okkur. Við þurfum að taka afstöðu til þeirra og við þurfum að leitast við að ná raunhæfri sátt. Það verður sjálfsagt aldrei hundrað prósent.

Ég veit ekki annað en að mikið hafi borið á gagnrýni á það hvernig höfuðborgarsvæðið hefur farið varhluta af fjárveitingum úr sameiginlegum sjóðum til vegaframkvæmda. Þess vegna er spurt: Mun sáttin aukast með þeim fjármögnunartillögum sem fyrir liggja? Það er álitamál.