149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[18:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann geri sér grein fyrir því á hvað meiri hluti nefndarinnar leggur áherslu. Á bls. 58 í nefndarálitinu, og undir það rita tveir þingmenn í flokki hv. þingmanns, segir, með leyfi forseta:

„Meiri hlutinn leggur áherslu á að gjaldtöku verði háttað með eftirfarandi hætti:

1. Á þremur meginstofnæðum, þ.e. Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli, Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, út frá höfuðborgarsvæðinu. Markmið gjaldtöku á þessum leiðum er að flýta framkvæmdum eins og skipulag og undirbúningur leyfa og gera stofnæðarnar enn betur úr garði en núverandi áætlanir gera ráð fyrir …“

Þetta eru tillögur sem meiri hlutinn leggur áherslu á og er síðan með breytingartillögur í tengslum við þær. Finnst þingmanninum hann ekki vera að samþykkja það sem meiri hlutinn leggur til ef hann samþykkir tillögur meiri hlutans?