149. löggjafarþing — 64. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[13:02]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Þingforseti mun að sjálfsögðu skoða þetta nánar og kalla eftir því nákvæmlega hvaða samkomulag var gert. Nú veit þingforseti, án þess að geta vísað beint í greinina, að þingflokkar geta gert með sér samkomulag um að takmarka ræðutíma, eins og hv. þingmaður nefnir. Hann gæti þá takmarkað samt sem áður ræðutíma hans. Það þarf að fara eftir reglunum hvað þetta varðar og mun þingforseti sjá til þess að það sé gert.

Ef þingmaðurinn hefur ekki fengið þann ræðutíma sem hann á réttilega skilið samkvæmt lögum mun þingforseti leiðrétta það, að sjálfsögðu.