149. löggjafarþing — 64. fundur,  7. feb. 2019.

tilkynning.

[13:28]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill árétta að sama hvað mönnum finnst það óréttlátt gilda lög um þingsköp, Þegar starfandi forseti er þingmaður hefur hann oft látið þau orð falla að vald þingflokkanna sé mikið en sem starfandi forseti hefur forseti staðfest að þingflokksformönnum er einmitt heimilt að gera samninga samkvæmt lögunum og koma fram fyrir hönd þingflokkanna gagnvart forseta Alþingis og öðrum þingflokksformönnum. Þetta eru samningar aðila og þeir geta vissulega gert þá samninga um símalínu eins og hv. þingmenn sem hafa starfað hérna sæmilega lengi vita. Það er samkvæmt lögum þannig að þetta er heimilt, sama hvað mönnum finnst það óréttlátt.