149. löggjafarþing — 64. fundur,  7. feb. 2019.

tilkynning.

[13:30]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti áréttar að eitt stendur út af varðandi lagaskýringuna og það er að hv. þingflokksformaður Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt að það hafi ekki verið samkomulag. Ef ekki var samkomulag er ekki farið að 2. mgr. 86. gr.

Þingforseti hefur sagt að það hafi verið samkomulag þannig að núna stendur eitthvað út af en Gunnar Bragi Sveinsson — mér sýnist hann vera að biðja um orðið — getur útskýrt fyrir okkur hérna hvers vegna hann telur að ekki hafi verið samkomulag og þá kannski óskað eftir því að ræða þetta nánar við forseta Alþingis.