149. löggjafarþing — 64. fundur,  7. feb. 2019.

tilkynning.

[13:33]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti áréttar að hann las áðan 2. mgr. 86. gr. í lögunum í allri viðleitni til að hérna skyldi farið eftir lögum um þingsköp. Þar segir m.a.:

„Um slíka ákvörðun skal þó leita samþykkis þingfundar ef a.m.k. þrír þingmenn krefjast þess.“

Það er talað um að það þurfi að gerast áður en umræða er hafin. Það er það sem kemur fram í ákvæðinu. Ég nefndi það við hv. þingmenn Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason í fundarhléinu að það væri leið sem þeir gætu farið í framtíðinni ef þeir hefðu áhuga á því og lenda aftur í sömu stöðu.

Varðandi ræðutímann er ákveðið samkomulag í gildi núna um hann. Þingforseti getur svo sem alveg, bara til að hægt sé að hreyfa við þessum fundi, boðið Karli Gauta Hjaltasyni að taka tíu mínútna ræðu ef hann óskar eftir því sérstaklega. (KGH: Núna?) Já, þá getur hann haldið áfram þar sem frá var horfið. Er það ásættanlegt? Þá fimm mínútna ræðu til að klára sínar tíu mínútur og svo óskar þá starfandi forseta eftir því góðfúslega að þingmennirnir tali við forseta Alþingis.