149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:35]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum til atkvæða um fullfjármagnaða samgönguáætlun með opnun á það sem við höfum kallað flýtingu framkvæmda. Með því er stigið stórt skref í átt til bætts öryggis — auðvitað auka flýttar framkvæmdir öryggið — betri umferðarflæðis, bættra loftgæða og bættra almenningssamgangna. Ákall úr samfélaginu er mjög sterkt í þessa átt og útfærsla veggjalda verður í þá átt að ábati hvers veggjalds verði jafn eða betri en sem svarar upphæðinni. Við vinnum áfram af fullri einurð með Vegagerðinni, sérfræðingum og öðrum að útfærslu veggjalda og endurskoðun samgönguáætlunar á þessu ári.