149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:41]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í dag greiðum við atkvæði um samgönguáætlun til fimm og 15 ára í fyrsta sinn í samræmi við reglur um opinber fjármál. Í dag greiðum við atkvæði um fullfjármagnaða samgönguáætlun. Það eru tíðindi. Aldrei hafa verið áætlaðir jafn miklir fjármunir í samgöngur. Samgönguáætlun er eitt mikilvægasta plaggið sem við afgreiðum hér því að samgöngur eru byggðamál, menntamál, heilbrigðismál, jafnréttismál, öryggismál, atvinnumál, mál afkomenda okkar, samvinnumál og framtíðarmál.

Ég fagna þessum áfanga og hlakka til að taka þátt í því að gera enn betur.