149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:44]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er óneitanlega furðulegt að heyra hv. þingmenn sem rétt fyrir kosningar sögðu mjög afgerandi að þeir vildu ekki veggjöld segja nú að þetta sé eina leiðin.

Þetta er ekki eina leiðin. Það er ekkert vandamál til á Íslandi sem veggjöld eru rétt lausn á. Það er rétt sem hæstv. samgönguráðherra sagði 24. október 2017 í viðtali á Rás 1 þegar hann sagði að það væri nægur afgangur af tekjum ríkissjóðs til að fjármagna þær framkvæmdir sem þyrfti að fara í. Það var rétt hjá honum þá og það er rétt hjá honum nú. Sú leið sem er verið að leggja til með að fara í veggjaldaálögur á almenning til að fjármagna er ekki rétt leið. Það er röng leið.