149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:48]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um að leggja nauðsynlegt fjármagn til Arnarnesvegar en við þingmenn fengum öll bréf frá bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem sendi bænakall til þingsins vegna þessa vegar. Ótrúlega stór hluti íbúa Kópavogs býr ekki við öryggi á heimilum sínum vegna þess að slökkviliðið kemst ekki að. Það kemst ekki að heimilunum á tiltækum tíma. Þetta er óboðlegt á jafn stóru svæði og þarna er. Þetta er ekki það há fjárhæð að við getum ekki lagt þetta til og þess vegna leggjum við fram þessa breytingartillögu.