149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:50]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Hér er uppi tillaga minni hlutans um að tryggt sé fjármagn til fyrsta áfanga borgarlínu á sama tíma og farið er í aðrar breytingar en ekki að fyrir liggi viljayfirlýsing ríkisins um að skoða málið með jákvæðum augum ef eitthvað annað gengur upp. Þetta „eitthvað annað“ er þá veggjöld sem hinir sömu íbúar borgi. Tillagan um Arnarnesveg er af sama meiði þar sem í tillögum meiri hlutans er hvatt til þess að hann fari ofar á forgangslista að því gefnu að svigrúm myndist með greiðslu veggjalda. Potturinn sem höfuðborgarbúar og íbúar suðvestursvæðisins greiða með þessum veggjöldum ofan á aðra hefðbundna skatta líkt og aðrir landsmenn er að verða ansi stór en þessi vegur og þessi almenningssamgöngurmáti, borgarlínan, verður illa skilinn frá skyldu stjórnvalda til að sinna öryggi og (Forseti hringir.) samgöngum landsmanna.