149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[14:57]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hérna er gatið augljósa sem ég nefndi áðan. Það er til fjármagn fyrir þessu öllu, hv. þm. Vilhjálmur Árnason. Það er ekkert lýðskrum í því að leggja fram tillögur um augljósar vega- og samgöngubætur sem satt best að segja borga sig í þessu tilviki algjörlega sjálfar miðað við þann ábata sem okkur hefur verið kynntur af þessum vegaframkvæmdum.

Það er gjörsamlega óverjandi að stilla fólki upp með veggjöld til að borga fyrir þessar framkvæmdir.