149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:06]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þá mikilvægu leiðréttingu sem hér er verið að gera, enda höfðu þær minni háttar breytingar sem eru gerðar á verkum í áætlun í breytingartillögum meiri hlutans að markmiði að ekki væri um seinkun á verklokum framkvæmda að ræða innan fimm ára áætlunar. Því var mikilvægt þegar það skýrðist á fundi með Vegagerðinni að vegur í gegnum Mosfellsbæ, Skarhólabraut–Hafravatnsvegur, væri tilbúinn til útboðs fljótlega, að hægt væri að fara í þá breytingu, og af því leiðir að hægt er að halda fullum framkvæmdahraða á Kjalarnesi miðað við fyrri áætlanir.