149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

154. mál
[15:46]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Ég var raunar ekki með fleiri spurningar. Ég hlakka til að taka málið til umfjöllunar í nefndinni og skoða hvort þetta sé möguleiki, hvernig við getum komið til móts við hóp einstæðra foreldra, sem eru einir með barnið. Ég veit alveg að það er stundum staðan og mikilvægt að koma til móts við þann hóp. Það er gríðarlega vont og í raun og veru óréttlátt fyrir barn sem hefur bara aðgang að einu foreldri að fá ekki jafn mikinn tíma með því foreldri og önnur börn sem hafa aðgang að báðum foreldrum.

Ég hlakka til að taka málið fyrir í nefndinni og skoða hvernig við gætum mögulega nálgast þetta.