149. löggjafarþing — 65. fundur,  7. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

154. mál
[15:47]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Loga Einarssyni fyrir þetta góða mál sem hann mælir hér fyrir. Það er rétt að taka það fram að sú sem hér stendur styður þetta góða mál, að sjálfsögðu, en mig langaði að heyra um vangaveltur eða skoðanir hv. þingmanns á því þegar talað er um að það sé nóg að hækka fæðingarorlofsþakið, það þurfi ekkert endilega að fara í lengingu á fæðingarorlofinu heldur frekar að hækka þakið, útborgunarþakið, eins og heyrst hefur t.d. frá formanni Sjálfstæðisflokksins.