149. löggjafarþing — 66. fundur,  18. feb. 2019.

málefni aldraðra.

[15:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka heilbrigðisráðherra svörin. Hún kom inn á hjúkrunarheimilin. Í því samhengi vil ég benda á grein í Morgunblaðinu nú um helgina. Þar bendir Helga Hansdóttir, sem er yfirlæknir á hjúkrunarheimilinu Mörk, á að verið sé að skera niður um 50 milljónir. Hún spyr: Hvar á að skera niður? Og hvar eiga þau að skera niður? Þarna hefur verið skorið niður undanfarin ár. Á að skera niður lyf? Á að skera niður mat? Hvar á að skera niður? Spurningin er þá: Erum við að fá fleiri hjúkrunarheimili en ekkert fjármagn til að reka þau? Þá er lítið gagn að þeim. Talsmenn hjúkrunarheimila segjast þurfa að velja um eitthvað til að skera niður, mat eða lyf eða annað, af því að búið sé að skera allt annað niður. Hvað er í gangi þar? Er verið að auka fjármagn eða á að gera kröfu um að þau skeri niður áfram?