149. löggjafarþing — 66. fundur,  18. feb. 2019.

aðgangur fatlaðs fólks að réttarkerfinu.

369. mál
[17:18]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við ræðum aðgang fatlaðra að réttarkerfinu. Hæstv. dómsmálaráðherra kom inn á einkamál fatlaðra. Ef viðkomandi ætlar í einkamál þarf hann að fá gjafsókn og það er eitt af því erfiðasta í dag að fá gjafsókn.

Ég spyr: Hver er staðan hjá fötluðum í þeim málum? Áðan var sagt að fólk gæti farið með sín mál til mannréttindadómstóla og annað, en það kostar ekki neitt lítið. Ekki hafa fatlaðir efni á því. Þeir hafa ekki efni á að fara fyrir íslenska dómstóla nema fá gjafsókn. Það er eitt af því sem þarf að taka vel á.

Svo segir það sig sjálft að fatlaður einstaklingur í fangelsi er ekki með góðar tekjur. Ef hann vill berjast fyrir sínum réttindum á einhvern hátt og fara fyrir dómstóla verður hann að fá gjafsókn. Ég spyr bara hvernig þeim málum sé háttað.