149. löggjafarþing — 67. fundur,  19. feb. 2019.

fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands.

499. mál
[15:38]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar bara rétt að koma hérna upp til að kynna hv. þingmanni það að orðið verður við báðum óskum hennar á morgun og vonandi verður boðað til fundarins innan skamms. Við ætlum ekki bara að ræða mannréttindalotuna í mannréttindaráðinu sem verður fljótlega heldur einnig að ræða fund utanríkisráðherra við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og stöðuna í Brexit. Það er auðvitað í nefndinni sem okkur gefst færi á að ræða nánar um slíkt, en ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa umræðu.