149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands.

499. mál
[15:41]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P):

Herra forseti. Píratar eru ekki með formlega stefnu í þessu máli svo að ég tala bara fyrir mig. Ég er talsmaður frjálsra viðskipta milli ríkja en mér finnst hins vegar skjóta skökku við að endurnýja fríverslunarsamning við harðstjóra. Tyrkland er ekki lengur flokkað sem lýðræðisríki meðal fræðimanna í stjórnmálafræði, heldur einræðisríki. Klásúlur um mannréttindi í þessum samningi eru einungis til málamynda. EFTA gerir ekki kröfu um að mannréttindi séu virt til að fríverslunarsamningar séu gerðir.

Allt tal um að viðskipti og mannréttindi tengist ekki við gerð viðskiptasamninga hljómar hjákátlega þegar sú tenging er augljós þegar lagðar eru á viðskiptaþvinganir.

Ég segi nei.