149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands.

499. mál
[15:44]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og hv. þm. Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um þau alvarlegu mannréttindabrot sem eru í gangi þar á slóðum. Einnig er mjög bagalegt að mál Hauks Hilmarssonar hafi ekkert verið í umræðunum hérna. Það er mikil synd.

Ég ætla hins vegar að segja já við þingsályktunartillögunni vegna þess að ég er fylgjandi því að auka mannréttindi fólks og mögulega verður þetta til þess. Ég ætla að aðgreina málið á ákveðinn hátt af því að mér finnst ekki að við hérna inni eigum að vinna starf ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. forsætisráðherra.

Ég segi já.