149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum.

152. mál
[17:04]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni jákvæð og bjartsýn svör. Þess má geta að á meðan við Píratar vorum á Húsavík var fundur í utanríkisráðuneytinu með ESA. Ég heyrði það alla vega einhvers staðar.

Ég ætla að taka undir orð hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur um tenginguna við nýsköpun og eins hv. þm. Njáls Trausta Friðbertssonar, en ekki bara við nýsköpun heldur líka við menntun. Það eru gríðarlega mikil menntunartækifæri í þessu. Þetta tengist allt saman. Eins og ég skil það er inngönguferlið mjög langt og strangt. Þetta er eiginlega lengsta inngöngupróf í heimi, ég held að það taki tíu ár að verða fullgildur aðili í sambandinu, og þess vegna er þeim mun meiri ástæða til að drífa í því.

Það er mikið rætt um fjórðu iðnbyltinguna og þetta gæti ekki tengst henni betur og meira. Svo er það þrívíddarprentun, en við samþykktum þingsályktunartillögu sl. vor um stafrænar smiðjur fyrir alla framhaldsskólanema. Þetta er allt samtengt.

Eins og hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson minntist á er þetta okkur svolítið hulið málefni og það er miður því að þetta er raunverulegt, tunglið er þarna og pláneturnar og við getum gert miklu meira sem þjóð í því en bara að viðurkenna það.

Ég spyr hv. þingmann hvað hann telji að þetta geti tekið langan tíma.