149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:45]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að leita eftir afstöðu hv. þingmanns til ákveðinna álitamála þegar kemur að barnsfæðingum og þungunarrofi, eða fóstureyðingu eins og hv. þingmaður nefnir það. Í fyrsta lagi vildi ég spyrja hv. þingmann í sambandi við þetta frumvarp en líka bara almennt hvort hv. þingmanni finnist eðlilegt að konum sem óska eftir þungunarrofi verði gert skylt að þiggja ráðgjöf félagsráðgjafa þar sem m.a. þetta úrræði er kynnt fyrir þeim.

Í öðru lagi vil ég spyrja hv. þingmann hvort honum finnist almennt að konur sem geta ekki hugsað sér að eignast barn, eða eiga barn réttara sagt, en eru eftir sem áður þungaðar eigi að ganga með það og gefa öðru fólki það eður ei.