149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:46]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur fyrir andsvarið. Eins og ég nefndi í ræðunni áðan er tilgangur þessa frumvarps tvíþættur, m.a. sá að opna umræðuna um ættleiðingar. Ég tel brýnt að við gerum það. Við þekkjum það að umræðan um ættleiðingar hefur verið feimnismál á Íslandi, þ.e. innlendar ættleiðingar, og ég bind vonir við að í framtíðinni verði ákveðin viðhorfsbreyting. Við þekkjum það að á árum áður voru ættleiðingar innan lands mun algengari og ástæðan að sjálfsögðu félagslegar aðstæður. Þau úrræði sem eru í boði í dag (Forseti hringir.) eru ekki með sama hætti, þ.e. fóstureyðingar voru ekki þá, en fyrst og fremst vildi ég vekja athygli á þessu úrræði.