149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:48]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég finn mig knúna til að endurtaka spurninguna vegna þess að ég átta mig á því sem hv. þingmaður sagði í ræðu sinni en ég er að leita eftir afstöðu hans í þessum tveimur grundvallarspurningum. Við erum að ræða annað frumvarp samhliða og má alveg setja þetta mál í samhengi við það, frumvarpið um þungunarrof. Þetta frumvarp er lagt fram á sama tíma og því langar mig að endurtaka spurninguna hvort hv. þingmanni finnist að óski konur eftir því að fara í þungunarrof eigi þeim að vera skylt að fá fræðslu um m.a. þann valmöguleika að gefa barn til ættleiðingar og fá fyrir það fæðingarstyrk. Er það sannfæring hv. þingmanns að konur sem geta ekki hugsað sér að eiga barn en eru eftir sem áður þungaðar eigi að ganga með barnið fremur en að fara í þungunarrof?

Fyrst ég á alveg fimm sekúndur eftir vil ég spyrja hv. þingmann hvaða ástæðu hann telji fyrir því að engin kona hafi fengist til að flytja þetta frumvarp með honum.