149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:50]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er þetta frumvarp til laga sem er flutt af níu karlmönnum. Eina konan sem var á frumvarpinu hljópst á brott frá því rétt á meðan ég náði mér í fyrsta eintak og það var endurprentað. Það er bara vel. Mér finnst einhvern veginn að þarna sé verið að búa til hvata fyrir staðgöngumæður og ég held að þetta sé mjög viðkvæmt. Við erum að tala um að kona sem horfir á eftir barninu sínu í gröfina fær bara tvo eða þrjá mánuði í fæðingarorlof. Af hverju eigum við að fara fram fyrir það? Síðan horfum við t.d. núna á frumvarp um að við ætlum að greiða niður sálfræðimeðferð. Eigum við ekki frekar að fara þessa leið því að þessar konur eiga náttúrlega allan rétt á að fá sinn stuðning? Eigum við ekki frekar að búa til öruggari umgjörð í kringum það? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)